Tímabundinn samningur gerður við World Class

Búið er að gera tímabundinn samning við Laugar ehf (World Class) varðandi opnun heilsuræktar í núverandi aðstöðu íþróttamiðstöðvarinnar. Kom þetta fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í dag. Búast má því við að ný heilsurækt muni opna innan skamms í íþróttahúsinu.

,,Eins og áður hefur komið fram var útboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja kært og er í ferli hjá kærunefnd útboðsmála og óljóst hvenær niðurstaða kemst í það mál. Bæjarráð hefur samþykkt tímabundinn leigusamning milli Vestmannaeyjabæjar og Lauga vegna heilsuræktar í núverandi aðstöðu við Íþróttamiðstöðina. Laugar buðu í uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöðina og kom fram í tilboðinu að fyrirtækið gæti komið með ný tæki strax og sett upp aðstöðuna með litlum sem engum fyrirvara. Er þetta mikilvægt svo þjónusturof verði sem minnst enda um lýðheilsumál að ræða. Gert er ráð fyrir því að heilsurækt á vegum Lauga opni í Íþróttamiðstöðinni áður en langt um líður.”

 

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.