Tjaldborgin rís í Herjólfsdal - Myndir
2. ágúst, 2019

Ein af skemmtilegri hefðum þjóðhátíðar eru Hvítu hústjöldin en þau setja mjög skemmtilega mynd á hátíðarsvæðið.
Fyrsta hústjaldið virðist hafa komið til sögunnar árið 1908, en þá voru sælgæti og gosdrykkir seldir í fyrsta sinn. Hústjöld fóru að verða mjög áberandi um 1910 fyrstu þjóðhátíðunum var hústjöldunum ekki raðað upp eftir neinu sérstöku skipulagi, þó svo að tjaldformið virðist hafa haldið sér frá upphafi. Helsti munurinn þá og nú er sá að ekki voru notaðar járn- eða trégrindur í upphafi, heldur eingöngu ein tréstöng í hverju horni, og svo snærisbönd sem héldu tjaldinu strektu. Tilkoma grindanna hefur gert það að verkum að ekkert pláss fer til spillis undir snærisböndin, þannig að hægt er að raða hústjöldunum mun þéttar en áður.

Á miðvikudag fóru tjaldsúlurnar upp í Dalnum og í gær búslóðin og tjalddúkurinn. Feiknar tjaldborg er því að taka sér mynd í Herjólfsdal. Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði tjaldborgina rísa.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.