Ein af skemmtilegri hefðum þjóðhátíðar eru Hvítu hústjöldin en þau setja mjög skemmtilega mynd á hátíðarsvæðið.
Fyrsta hústjaldið virðist hafa komið til sögunnar árið 1908, en þá voru sælgæti og gosdrykkir seldir í fyrsta sinn. Hústjöld fóru að verða mjög áberandi um 1910 fyrstu þjóðhátíðunum var hústjöldunum ekki raðað upp eftir neinu sérstöku skipulagi, þó svo að tjaldformið virðist hafa haldið sér frá upphafi. Helsti munurinn þá og nú er sá að ekki voru notaðar járn- eða trégrindur í upphafi, heldur eingöngu ein tréstöng í hverju horni, og svo snærisbönd sem héldu tjaldinu strektu. Tilkoma grindanna hefur gert það að verkum að ekkert pláss fer til spillis undir snærisböndin, þannig að hægt er að raða hústjöldunum mun þéttar en áður.
Á miðvikudag fóru tjaldsúlurnar upp í Dalnum og í gær búslóðin og tjalddúkurinn. Feiknar tjaldborg er því að taka sér mynd í Herjólfsdal. Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði tjaldborgina rísa.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst