GRÓTTA frá Seltjarnarnesi lagði Selfoss, 34:28, þegar liðin mættust í 1. deildinni í handbolta karla í gærkvöldi á Selfossi að viðstöddum um 400 áhorfendum.
Grótta skaust þar með í efsta sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Selfoss og ÍR en Selfoss hefur leikið einum leik meira en hin tvö liðin. Í hinum leik gærkvöldsins vann Afturelding lið Þróttar 34:21 og er Afturelding í fimmta sæti með 8 stig en Þróttur er enn án stiga eftir átta leiki.
Fleiri myndir undir – meira-