Kvennalið ÍBV vann í kvöld frábæran baráttusigur á toppiliði Vals í Pepsídeildinni en liðin mættust á Hásteinsvellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Valsstúlkur voru sterkari í fyrri hálfleik en Eyjastúlkur í þeim síðari eða allt þar til undir lokin að Valur sótti án afláts. Eyjastúlkur stóðust hins vegar áhlaup Hlíðarendaliðsins og unnu 1:0 en markið gerði Danka Podovac á 63. mínútu. Þetta er fyrsta tap Íslandsmeistara Vals í sumar.