Sr. Viðar Stefánsson, prestur í Landakirkju, leiðir tímann í samvinnu við Siggu Stínu sem jafnframt kennir POUND leikfimi hér í Eyjum. POUND eru alhliða styrktar- og teygjuæfingar fyrir alla.
Í æfingunum eru notaðir kjuðar sem eru nokkuð þyngri en venjulegir trommukjuðar sem slegnir eru í takt við taktfasta tónlist. Trommukunnátta er alls engin skylda fyrir þá sem vilja taka þátt í POUND. Að sjálfsögðu er trommað til að styrkja Krabbavörn en líka til að minna á krabbameinsbaráttuna, hvort sem hún er karla eða kvenna. Ófáir íbúar Vestmannaeyja njóta góðs af starfi Krabbavarnar og því er til mikils að vinna. Því styrkjum við líkamann á sama tíma og við styðjum við náunga okkar. Verð fyrir tímann er 2.000 kr. og rennur allur ágóði til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.
Eina sem þarf að hafa meðferðis er vatnsbrúsi og að mæta í íþróttafötum. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í þetta þarfa og skemmtilega verkefni.
Sjáumst í AKÓGES 9. mars kl. 12:30 í dúndrandi stuði.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.