Tveir Íslandsmeistaratitlar og einn bikar
6. febrúar, 2025
Hlynur og Unnur komin með Fréttapýramídann í hendur. Mynd Óskar Pétur.

Lék alls 223 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 28 mörk

Hjónin Unnur Björg Sigmarsdóttir og Hlynur Stefánsson hlutu Fréttapýramídann 2024 fyrir mikið og gott starf í þágu íþróttanna í Eyjum. Hún í handbolta og hann í fótbolta. Hlynur á langan og farsælan feril að baki í íþróttunum. Helstu afrek hans voru á knattspyrnuvellinum. Hann er fæddur 8. október 1964. Hlynur var fyrirliði ÍBV í fótbolta á gullaldarárunum 1997 og 1998. Þá tók golfið við þar sem  hann er enn að keppa.

Hlynur byrjaði ungur að sparka í bolta og kom fljótlega í ljós að hann ætlaði sér stóra hluti á þeim vettvangi.  Hann hóf ferilinn með knattspyrnufélaginu Tý. Árið 1981 er Hlynur var 17 ára gamall lék hann fyrsta leikinn með ÍBV. Það ár varð ÍBV bikarmeistari. Hlynur lék alls sjö leiki. Leikjunum fjölgaði svo árin á eftir og tveimur árum síðar lék hann alla 18 leikina í deildinni og þannig varð það flest tímabilin sem komu í kjölfarið.

Auk ÍBV lék Hlynur með Nydelfalken í Noregi árið 1986, Víkingi Reykjavík 1988 og Örebro í Svíþjóð árin 1992 – 1995. Árið 1996 sneri hann aftur á æskuslóðir og lék hann með ÍBV á fengsælasta tímabili liðsins í sögunni. Hann var fyrirliði liðsins er liðið landaði tveimur Íslandsmeistaratitlum og urðu auk þess bikarmeistarar í lok síðustu aldar.

Samtals lék hann 223 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 28 mörk.  Hlynur lék 25 A landsleiki, en samtals lék hann 28 landsleiki og gerði í þeim 2 mörk.

Í seinni tíð hefur Hlynur einbeitt sér að golfinu og keppir hann  þar með öflugum hópi eldri kylfinga sem hafa gert garðinn frægan. Hann komst í Einherjaklúbbinn þegar hann fór holu í höggi, 15. ágúst 2015 á holu 14.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst