Tveir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Annar fékk var tekinn vegna ölvunar og óspekta en hinn gisti tvær nætur í röð í fangageymslunni auk þess sem lögregla þurfti að hafa afskipti af honum nokkrum sinnum vegna vandræða sem sköpuðust í kringum ástand hans. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.