Undirbúningur hafinn að tvöföldun og lýsingu Suðurlandsvegar

Mikilvægt er að framkvæmdin nái að tryggja hámarksöryggi þessara mannvirkja eins og Sjóvá hefur bent á að nauðsynlegt sé að gera. Sjóvá kynnti sína leið með tvöföldu vegriði milli akstursbrauta á Suðurlandsvegi og lýsingu sem staðsett er milli akstursbrautanna. Sjóvá hefur líka kynnt þann möguleika að ljúka tvöföldun og lýsingu á fjórum árum með því að farin verði leið einkaframkvæmdar. Nauðsynlegt er að samgönguráðherra skoði það vandlega.

Rétt er að óska samgönguráðherra og þingmönnum til hamingju með þennan langþráða dag. Vinir Hellisheiðar hófu umræðuna um breikkun og lýsingu Suðurlandsvegar fyrir 7 árum. Á þeim tíma komu stöðugt fleiri og tóku þátt í umræðunni og þessi framkvæmd er nú aðaláhersla sveitarstjórna og alþingismanna í kjördæminu. Samstaðan sem myndaðist hefur skilað málinu áfram og nú er að tryggja að tvöföldun og lýsing Suðurlandsvegar verði tryggð á sem skemmstum tíma.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.