Sunnudaginn 9. júní kl. 13-14, í Sagnheimum, byggðasafni, fagna hjónin Friðþór Vestmann Ingason og Ragnheiður Jónsdóttir útgáfu á nýrri bók sem þau kalla VÍSURNAR HANS PABBA.
Í framhaldinu munu þau ásamt fjölskyldu Inga Steins opna sýninguna: Handverk Inga Steins Ólafssonar í gegnum árin hans. Ingi Steinn var annálaður listamaður, vísur og ljóð léku honum á tungu og er nú loksins komið út á prent úrval kvæða hans.
Þá var hann mikill hannyrðamaður og mun úrval verka hans verða sýnd í tilefni af útgáfu bókarinnar. Friðþór mun árita bækur á staðnum. Posi verður á staðnum og einnig hægt að millifæra, tilboðsverð verður á bókinni þennan dag.
Ingi Steinn Ólafsson var fæddur í Vestmannaeyjum 22. apríl 1942 og andaðist 19. desember 2022.
Fréttatilkynning.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst