Veðurhorfur næstu daga
20240731 184105
Það hellirigndi í Herjólfsdal í dag þegar súlurnar voru settar upp. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Allra augu beinast nú að veðurkortunum, sér í lagi fyrir stórhátíðina í Herjólfsdal sem sett verður klukkan 14.30 á fostudag. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því síðdegis í dag segir að það hafi blásið nokkuð hraustlega á Suðvestur- og Vesturlandi í dag en nú síðdegis dregur smám saman úr vindi. Skilabakki nálgast jafnframt úr suðvestri og í kvöld má víða búast við rigningu sunnan- og vestantil á landinu.

Á morgun þokast skilin norður yfir land, vindur verður yfirleitt fremur hægur og það fer að rigna á norðurhelmingi landsins, en sunnan heiða dregur úr vætu, stöku skúrir þar eftir hádegi. Hiti 8 til 16 stig. Annað kvöld styttir upp á Norðaustur- og Austurlandi.

Gengur í austan og norðaustan 8-15 m/s á föstudag. Þá verður rigning á Suðaustur- og Austurlandi, lítilsháttar væta annars staðar, en þurrt að kalla vestantil fram eftir degi. Hiti 8 til 15 stig, mildast vestanlands. Síðdegis rignir um tíma í flestum landshlutum og austast á landinu má búast við talsverðri úrkomu.

Á föstudagskvöld dregur úr vætu víðast hvar, en þá fer að bæta í vind syðst á landinu, og þar má búast við austan hvassviðri um nóttina og fyrri part laugardags, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Þegar líður á laugardaginn dregur úr vindi, dálítil væta með köflum víða um land, en lengst af þurrt og hlýtt á vesturhluta landsins og í innsveitum fyrir norðan.

Spá gerð: 31.07.2024 15:25. Gildir til: 01.08.2024 00:00.

Nánar um veðrið.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.