Vegna fréttar á sunnlenska.is

Við umbreytingar á Flugmálastjórn Íslands síðustu áramót, fór flugleiðsöguþjónusta á Íslandi á hendur Flugstoða, þar með talin flugturnsþjónusta í Vestmannaeyjum. Á sama tíma kaus einn af þremur flugumferðarstjórum sem starfaði í Vestmannaeyjum að fara á biðlaun. Vegna þessa eru nú tveir starfandi flugumferðarstjórar í Vestmannaeyjum sem til lengri tíma litið er ekki fullnægjandi til að halda uppi fullri flugstjórnarþjónustu á flugvellinum.

Flugstoðir ohf eru því að skoða hvaða kostir eru í stöðunni til að tryggja örugga og góða þjónustu við flugið til Vestmannaeyja í samræmi við þjónustusamning félagsins við samgönguráðuneytið. Ef breytinga er þörf munu Flugstoðir leggja niðurstöðu sína fyrir verkkaupann, þ.e. samgönguráðuneytið, sem tekur endanlegar ákvarðanir um hvernig þjónustunni verður háttað.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.