HÁTÍÐ Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn á morgun 24. apríl, sumardaginn fyrsta.
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, heldur hátíðarræðu og afhendir í fyrsta sinn Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.
Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á lofti verkum hans og hugsjónum.