Vel sótt málþing um tækifæri og ógnanir Vestmannaeyja
18. febrúar, 2019
Ásgeir Jónsson, Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, Dr. Ágúst Einarsson, Bjarnheiður Hallsdóttir, Tryggvi Hjaltason, Sara Sjöfn Grettisdóttir og Íris Róbertsdóttir.

Í gær var haldið málþing undir yfirskriftinni: Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið var einn af þeim dagskráliðum sem skipulagður var af afmælisnefnd bæjarins og var tilefnið 100 ára afmæli Vestmannaeyja kaupstaðar.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri setti málþingið og Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstjóri Eyjafrétta var málþingsstjóri. Frummmælendur á málþinginu voru Dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor Haskólans á Bifröst. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, frumkvöðull og stofnandi Protis ehf. á Sauðárkróki. Ásgeir Jónsson, adjunkt við Háskólann í Reykjavík og umsjónarmaður Haftengdrar nýsköpunar og Tryggvi Hjaltason, senior Strategist hjá CCP og formaður Hugverkaráðs.

Dr. Ágúst Einarsson

Hönnun jarðganga til Vestmannaeyja
Fyrsti mælandi á dagskrá í gær var Dr. Ágúst Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans. Fjölskylda hans er úr Vestmannaeyjum og hann hefur mikil tengsl við Eyjar. Ágúst nam hagfræði í Þýskalandi og starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri útgerðar og fiskvinnslu. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í samfélaginu og var formaður stjórnar í fyrirtækjum og stofnunum. Ágúst hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum, var alþingismaður og hefur gengt ýmsum opinberum störfum og var um árabil prófessor og deildarforseti við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Ágúst hefur skrifað yfir 30 bækur, flutt erindi, hérlendis og erlendis, og birt greinar í tímaritum, bókum og ráðstefnuritum um hagfræði, menningu, sjávarútveg og heilbrigðismál. Ágúst var varaforseti samtaka evrópskra fræðimanna um frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki og er nú formaður ráðgjafarnefndar Hafrannsóknastofnunar.

Ágúst fjallar í erindi sínu um markmið Vestmannaeyja, meðal annars hvað varðar fjölda búsettra, þróun byggðar í sögulegu samhengi og verðmætasköpun hér sem er miklu meiri en sem nemur fólksfjölda. Hann gerir grein fyrir þróun í Evrópu, sókn borga og skapandi atvinnugreinum. Menningarstarfsemi gegnir lykilhlutverki til að byggja hér upp öflugt og eftirsóknarvert mannlíf að mati hans. Ágúst leggur það til að skoða eigi hönnun jarðganga til Vestmannaeyja í fullri alvöru en margt hefur breyst í þeim efnum á undanförnum árum. Hann setur einnig fram ýmsar hugmyndir um áherslur fyrir Vestmannaeyjar og gerir grein fyrir tækifærum í framtíðinni, sem eru miklu fleiri en almennt er talið.

Möguleika og framtíðarhorfur

Bjarnheiður Hallsdóttir

Bjarnheiður Hallsdóttir tók því næst til máls, en hún er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI, sem sérhæfir sig í skipulagningu bæði einstaklings- og hópferða fyrir Þjóðverja. Hún er einnig annar eigandi þýska ferðaheildsalans Katla Travel í München og Viator sumarhúsamiðlunar. Enn fremur er hún formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Í erindi sínu fjallaði hún um stöðu ferðaþjónustu á Íslandi og horfur til skamms og langs tíma. Hún mun sömuleiðis fjalla um ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, möguleika og framtíðarhorfur.

Mikilvægi vísinda og nýsköpunar í sjávarútvegi

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir

Þriðja í röðinni var Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, en hún lærði næringarfræði í Þýskalandi og er með doktorsgráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem næringarfræðingur, sérfræðingur og verkefnastjóri á Matís, hún hefur verið stundakennari við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Síðan var hún  framkvæmdastjóri Iceproteins, stofnaði og vann sem framkvæmdastjóri  Protis, og er höfundur af PROTIS Fiskprótín fæðubótarefnunum. Hún sat einnig í framkvæmaráði FISK Seafood og fór þar með málefni þróunar og rannsókna. Hólmfríður hlaut hvatningarverðlaun FKA árið 2017 og hvatningarverðlaun SFS árið 2016. Í erindi sínu á málþinginu fjallaði hún um mikilvægi vísinda og nýsköpunar í sjávarútvegi.

Nýsköpun og menntun í Bláa hagkerfinu

Ásgeir Jónsson

Ásgeir Jónsson hann hefur 10 ára starfsreynslu í fjölmiðlum áður en hann söðlaði um og hóf störf hjá Háskóla Reykjavíkur. Meðfram störfum mínum í fjölmiðlum lauk hann B.Sc. í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og M.Sc. í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hann er yfir náminu í Haftengdri nýssköpun og hefur gert rannsóknir um útflutning á ferskum hvítfiski. Þá hef hann leikið og þjálfað handbolta um langt skeið, meðal annars hjá ÍBV þau tvö ár sem hann var búsettur hér.
Erindi hans í gær fjallaði um nýsköpun og menntun í Bláa hagkerfinu. Hvað við höfum gert og getum gert til að efla hana og hvaða áskoranir og sviðsmyndir bíða okkar í framtíðinni varðandi þau mál.

Ef við ætlum að tryggja lífsgæði hérna

Tryggvi Hjaltason

Síðastur á svið var eyjamaðurinn Tryggvi Hjaltason. Eftir nokkur ár erlendis og í höfuðborginni er Tryggvi fluttur aftur heim til Eyja með fjölskyldina sína. Hann er með BS í Global Security and Intelligence Studies frá Embry Riddle í Bandaríkjunum og Mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja. Í dag starfar hann sem Senior Strategist hjá CCP og er yfir greiningardeildinni þar. Hanne r Formaður hugverkaráðs og er í stýrihóp stjórnvalda um mótun á nýrri nýsköpunarstefnu ásamt því að hafa setið í ýmsum starfshópum á vegum stjórnvalda um nýsköpunarmál.
Tryggvi fór í gær í stuttu máli yfir hvað eru lykil áskoranir og tækifæri sem við stöndum frammi fyrir ef við ætlum að tryggja lífsgæði hérna í Vestmannaeyjum áfram.

Hægt er að horfa á málþingið í heild sinni hérna.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst