Í gær var haldið málþing undir yfirskriftinni: Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið var einn af þeim dagskráliðum sem skipulagður var af afmælisnefnd bæjarins og var tilefnið 100 ára afmæli Vestmannaeyja kaupstaðar.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri setti málþingið og Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstjóri Eyjafrétta var málþingsstjóri. Frummmælendur á málþinginu voru Dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor Haskólans á Bifröst. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, frumkvöðull og stofnandi Protis ehf. á Sauðárkróki. Ásgeir Jónsson, adjunkt við Háskólann í Reykjavík og umsjónarmaður Haftengdrar nýsköpunar og Tryggvi Hjaltason, senior Strategist hjá CCP og formaður Hugverkaráðs.

Hönnun jarðganga til Vestmannaeyja
Fyrsti mælandi á dagskrá í gær var Dr. Ágúst Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans. Fjölskylda hans er úr Vestmannaeyjum og hann hefur mikil tengsl við Eyjar. Ágúst nam hagfræði í Þýskalandi og starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri útgerðar og fiskvinnslu. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í samfélaginu og var formaður stjórnar í fyrirtækjum og stofnunum. Ágúst hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum, var alþingismaður og hefur gengt ýmsum opinberum störfum og var um árabil prófessor og deildarforseti við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Ágúst hefur skrifað yfir 30 bækur, flutt erindi, hérlendis og erlendis, og birt greinar í tímaritum, bókum og ráðstefnuritum um hagfræði, menningu, sjávarútveg og heilbrigðismál. Ágúst var varaforseti samtaka evrópskra fræðimanna um frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki og er nú formaður ráðgjafarnefndar Hafrannsóknastofnunar.
Ágúst fjallar í erindi sínu um markmið Vestmannaeyja, meðal annars hvað varðar fjölda búsettra, þróun byggðar í sögulegu samhengi og verðmætasköpun hér sem er miklu meiri en sem nemur fólksfjölda. Hann gerir grein fyrir þróun í Evrópu, sókn borga og skapandi atvinnugreinum. Menningarstarfsemi gegnir lykilhlutverki til að byggja hér upp öflugt og eftirsóknarvert mannlíf að mati hans. Ágúst leggur það til að skoða eigi hönnun jarðganga til Vestmannaeyja í fullri alvöru en margt hefur breyst í þeim efnum á undanförnum árum. Hann setur einnig fram ýmsar hugmyndir um áherslur fyrir Vestmannaeyjar og gerir grein fyrir tækifærum í framtíðinni, sem eru miklu fleiri en almennt er talið.
Möguleika og framtíðarhorfur

Bjarnheiður Hallsdóttir tók því næst til máls, en hún er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI, sem sérhæfir sig í skipulagningu bæði einstaklings- og hópferða fyrir Þjóðverja. Hún er einnig annar eigandi þýska ferðaheildsalans Katla Travel í München og Viator sumarhúsamiðlunar. Enn fremur er hún formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Í erindi sínu fjallaði hún um stöðu ferðaþjónustu á Íslandi og horfur til skamms og langs tíma. Hún mun sömuleiðis fjalla um ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, möguleika og framtíðarhorfur.
Mikilvægi vísinda og nýsköpunar í sjávarútvegi

Þriðja í röðinni var Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, en hún lærði næringarfræði í Þýskalandi og er með doktorsgráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem næringarfræðingur, sérfræðingur og verkefnastjóri á Matís, hún hefur verið stundakennari við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Síðan var hún framkvæmdastjóri Iceproteins, stofnaði og vann sem framkvæmdastjóri Protis, og er höfundur af PROTIS Fiskprótín fæðubótarefnunum. Hún sat einnig í framkvæmaráði FISK Seafood og fór þar með málefni þróunar og rannsókna. Hólmfríður hlaut hvatningarverðlaun FKA árið 2017 og hvatningarverðlaun SFS árið 2016. Í erindi sínu á málþinginu fjallaði hún um mikilvægi vísinda og nýsköpunar í sjávarútvegi.
Nýsköpun og menntun í Bláa hagkerfinu

Ásgeir Jónsson hann hefur 10 ára starfsreynslu í fjölmiðlum áður en hann söðlaði um og hóf störf hjá Háskóla Reykjavíkur. Meðfram störfum mínum í fjölmiðlum lauk hann B.Sc. í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og M.Sc. í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hann er yfir náminu í Haftengdri nýssköpun og hefur gert rannsóknir um útflutning á ferskum hvítfiski. Þá hef hann leikið og þjálfað handbolta um langt skeið, meðal annars hjá ÍBV þau tvö ár sem hann var búsettur hér.
Erindi hans í gær fjallaði um nýsköpun og menntun í Bláa hagkerfinu. Hvað við höfum gert og getum gert til að efla hana og hvaða áskoranir og sviðsmyndir bíða okkar í framtíðinni varðandi þau mál.
Ef við ætlum að tryggja lífsgæði hérna

Síðastur á svið var eyjamaðurinn Tryggvi Hjaltason. Eftir nokkur ár erlendis og í höfuðborginni er Tryggvi fluttur aftur heim til Eyja með fjölskyldina sína. Hann er með BS í Global Security and Intelligence Studies frá Embry Riddle í Bandaríkjunum og Mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja. Í dag starfar hann sem Senior Strategist hjá CCP og er yfir greiningardeildinni þar. Hanne r Formaður hugverkaráðs og er í stýrihóp stjórnvalda um mótun á nýrri nýsköpunarstefnu ásamt því að hafa setið í ýmsum starfshópum á vegum stjórnvalda um nýsköpunarmál.
Tryggvi fór í gær í stuttu máli yfir hvað eru lykil áskoranir og tækifæri sem við stöndum frammi fyrir ef við ætlum að tryggja lífsgæði hérna í Vestmannaeyjum áfram.
Hægt er að horfa á málþingið í heild sinni hérna.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.