Verksamningur undirritaður
Samningur Um Hasteinsv 25 Vestm Is C
Ólafur og Brynjar handsala hér samninginn. Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Brynjar Ólafsson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar og Ólafur Einarsson hjá Þjótanda skrifuðu nýverið undir verksamning vegna jarðvinnu og lagna á Hásteinsvelli. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.

Framkvæmdin felur í sér að fjarlægja náttúrugras af vallarsvæðinu ásamt lífrænu undirlagi þess, jarðvegsskipta undir nýju yfirborði. Framkvæmdin felst einnig í lagningu fráveitu- og vatnslagna, fullnaðarfrágangi vatnsúðarakerfis, rafstrengja í ljósamöstur, fullnaðarfrágangi yfirborðs undirbyggingar undir gervigras og helluleggja kant umhverfis völlinn. Framkvæmdum skal ljúka eigi síðar en 1. apríl 2025, segir ennfremur í fréttinni.

Þá hefur aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags boðað til félagsfundar, mánudaginn 27. janúar kl 20:00 í Týsheimilinu. Þar á að kynna framkvæmdir við Hásteinsvöll.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.