Vertíðar bragur

Alvöruvertíð virðist vera hafin hjá Vestmannaeyjatogurunum Bergi VE og Vestmannaey VE. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þeir lönduðu báðir fullfermi á laugardaginn og var aflinn mest þorskur og ýsa sem fór til vinnslu hjá Vísi í Helguvík. Bergur landaði síðan nánast fullfermi af ufsa á sunnudaginn. Þá landaði Vestmannaey fullfermi í gærmorgun og var aflinn mest þorskur og ufsi ásamt dálitlu af ýsu. Loks er Bergur að landa í dag og er afli hans svipað samansettur og afli Vestmannaeyjar frá því í gær.

Heimasíða Síldarvinnslunnar. ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergi og spurði hvort alvöru vertíð væri hafin. „Já, ætli við verðum ekki að segja það. Það er kominn talsverður vertíðarkraftur í þetta og það er bara gott að landa þrisvar í viku. Annars er fiskur ekki genginn á öll hefðbundin mið en það er góð veiði annars staðar þó ekki sé um aðgæsluveiði að ræða eins og gerist þegar vertíð er komin alveg á fullt. Við erum ánægðir með að fá töluvert af ufsa en ýsan hefur verið heldur leiðinleg við okkur að undanförnu,“ segir Jón.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, tekur undir með Jóni og segir að allt sé að færast í vertíðarhorf. „Þetta hafa verið fínir túrar upp á síðkastið. Í túrnum sem landað var úr á laugardag byrjuðum við að veiða á Pétursey og Vík en veiddum mest austur á Ingólfshöfða. Í seinni túrnum var veitt í Háfadýpinu, á Hólshrauni og síðan í Skarðsfjörinni. Loks var endað í ufsa á Síðugrunni í skítaveðri. Menn eru afar sáttir við veiðina að undanförnu og það ánægjulegasta er að það sést meiri ufsi en undanfarin tvö ár eða svo. Nú er lengst að sækja í ýsuna, en hún virðist halda sig ennþá úti í köntum,“ segir Birgir Þór.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.