Fyrsti vetrardagur var síðastliðinn laugardag. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrstu lægð vetrarins en hún nálgast nú landið. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa.
Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 28. okt. kl. 18:00 og gildir til kl. 12:00 á miðvikudag. Í viðvörunarorðum segir: Líkur á snjókomu eða slyddu, staðbundið talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum vestantil. Getur valdið samgöngutruflunum t.d. á Hellisheiði og í Þrengslum.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-13, en allhvasst á Vesturlandi. Snjókoma með köflum á sunnanverðu landinu, en él norðantil. Áfram kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á éljum, einkum við ströndina. Frost 1 til 10 stig, mest inn til landsins.
Á föstudag:
Norðaustan strekkingur en hvasst suðaustanlands með slyddu eða rigningu, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 8 stig.
Á laugardag:
Stíf austlæg átt og vætusamt, einkum um landið suðaustanvert. Hiti 4 til 10 stig.
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða vætusamt en þurrt að mestu suðvestantil. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 27.10.2025 08:58. Gildir til: 03.11.2025 12:00.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst