Viðar Breiðfjörð er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2019

Nú í morgun tilkynnti Vestmannaeyjabær um val sitt á hver hlyti laun bæjarlistamanns Vestmannaeyjabæjar árið 2019. Fjölmargir og fjölbreytilegir listamenn sendu inn umsóknir en varð það myndlistamaðurinn Viðar Breiðfjörð sem varð fyrir valinu.

Viðar Breiðfjörð ætti að vera flestum Vestmannaeyingum vel kunnur. Hann fluttist til Vestmannaeyja frá Húsavík árið 1983 á vertíð 21 árs gamall. Að eigin sögn sama ár og myndin Nýtt líf ver tekin upp í Eyjum. „Ástæðan fyrir því að ég kom til Vestmannaeyja er sú að móðir mín er fædd og uppalin í Eyjum og var alltaf að segja mér sögur af kynlegum kvistum í Eyjum þegar ég var að fara að sofa. Svo ég ákvað bara að skella mér til Eyja á vertíð,” sagði Viðar við móttökuna á viðurkenningunni. “Það ár var myndin Nýtt líf gerð og ég kynntist Þráni Berteilssyni og hann bað mig um að vera með í myndinni og leika. Ég gerði það, rosa feiminn. Svo fór ég á frumsýninguna. Sást hvergi í myndinni. Ég spurði Þráin afhverju ég sást ekkert. „Viðar minn,” sagði Þráin. „Þú ert alveg yndislegur drengur en í fyrsta lagi varstu áberandi ölvaður og ekki var það til að bæta það þetta glóðurauga sem þú náðir þér í.”
Viðar er myndlistarmaður af guðsnáð og beitir blandaðri tækni við listsköpun sína.

Athöfnin fór fram í Einarsstofu nú í morgun og hófst á því að Skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur lög. Þa kynnti Helga Hallbergs athyglisverða sýningu sem hangir þar uppi á teikningum nemenda við Myndlistaskólann í Reykjavík af strokufólki og Óskilamönnum á Íslandi frá 1570 fram til aldamótanana 1800. Athyglisverð sýning sem er vel þess virði að kíkja á og mannlýsingarnar sem fylgja hverri mynd eru í meira lagi kostulegar. Sýningin hangir í Einarsstofu til 7. maí næstkomandi.

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.