Víðir áfram með ÍBV
Víðir tekur vítaspyrnu. Ljósmynd/ibvsport.is

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til loka tímabilisins. Frá þessu er greint á vefsíðu ÍBV. Víðir er 32 ára leikmaður sem er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en hann flutti sig til Stjörnunnar þegar hann var í 2. flokki og lék þar sína fyrstu leiki í efstu deild, eftir að hafa leikið fyrstu leiki sína í meistaraflokki með KFS árið 2009.

Víðir hefur síðan þá leikið 333 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 75 mörk, 140 leikjanna voru í efstu deild. Á síðustu leiktíð skoraði Víðir þrjú mörk í 16 leikjum þegar ÍBV tryggði sér sæti í efstu deild á nýjan leik. Víðir leikur aðallega í fremstu stöðum vallarins en hefur sýnt það að hann getur spilað í mjög mörgum leikstöðum. Í tilkynningu knattspyrnudeildar segir að það ríki mikil ánægja hjá knattspyrnudeildinni að Víðir leiki með liðinu í sumar.

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.