Enn á eftir að ljúka framkvæmdum á Vigtartorg. Eftir á að klára svið og skjálausn sem mun nýtast fyrir viðburði og gesti á torginu. Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var lögð fram tillaga frá E- og H-listum þar sem lagt er til að ljúka framkvæmdum og fela framkvæmdastjóra að skoða útfærslu og kostnað, til að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Svæðið er þegar til fyrirmyndar, en sviðið er stór hluti þess og mikilvægt að huga að notagildi þess fyrir tónleika, hátíðir og aðra viðburði. Skjálausn á sviðinu gæti einnig virkað sem upplýsingagluggi, meðal annars fyrir höfnina þegar skemmtiferðaskip koma, auk þess að nýtast fyrir ýmsa aðra viðburði á torginu, segir í greinargerð með tillögunni.
Ráðið samþykkti að fela framkvæmdastjóra að skoða útfærslu, kostnaðarmeta kosti og leggja fyrir ráðið á næsta fundi svo hægt er að vísa málinu áfram í vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst