Viljayfirlýsing um úrlausn ágreinings
vatnslo_08_opf
Vatnsleiðslan milli lands og Eyja var lögð árið 2008. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa undirritað viljayfirlýsingu um úrlausn ágreinings sem verið hefur upp um um ýmis atriði er varða viðgerðir og endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyjabæjar ásamt undirbúningi að mögulegri innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu í Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyjabær þar að skipa í tvo vinnuhópa samkvæmt viljayfirlýsingunni, segir í bókun bæjarráðs.

Í niðurstöðu segir að bæjarráð lýsi ánægju með að viljayfirlýsing hafi verið undirrituð enda mjög mikilvægt að vinna haldi áfram við allt sem við kemur vatnsleiðslu bæði viðgerðir og lagning á nýrri lögn milli lands og Eyja.

Samkvæmt viljayfirlýsingu skipar bæjarráð í tvo hópa. Bæjarráð skipar Brynjar Ólafsson framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs í undirbúningshóp um nýja vatnslögn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.

Einnig skipar bæjarráð Garðar Jónsson sérfæðing og Drífu Gunnarsdóttir framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs í vinnuhóp sem sinnir gagnaöflun vegna mögulegrar innlausnar á Vatnsveitu Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabær hefur ekki tekið formlega afstöðu til innlausnar á vatnsveitunni enda ekki til fyrirliggjandi gögn sem hægt er að byggja ákvörðun á.

Nánar verður fjallað um viljayfirlýsinguna síðar hér á Eyjar.net.

https://eyjar.net/oska-eftir-ad-baerinn-leysi-til-sin-vatnsveituna/

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.