Vilji Vestmannaeyjabæjar hefur aldrei verið að fresta ákvörðunartöku vegna framtíðarsamganga

Nú þegar fyrir liggur að sá kostur að hefja siglingar í Bakkafjöru er nærtækari, áreiðanlegri og öflugri en við höfum hingað til þorað að vona vil ég leggja aukinn þunga á að um leið og að áfram verði haldið með undirbúning gerðar hafnar í Bakkafjöru eins og áætlanir gera ráð fyrir verði óháðu ráðgjafafyrirtæki falið að leggja mat á þörf fyrir frekari rannsóknir vegna jarðganga.

Fyrir liggur að hægt er að hefja framkvæmdir í Bakkafjöru innan fárra vikna. Vilji Vestmannaeyjabæjar hefur aldrei verið að fresta ákvörðunartöku vegna framtíðarsamganga heldur að flýta úttekt á forsendum jarðganga þannig að þegar ákvörðun verður tekin liggi allar forsendur fyrir.

Vonir mínar eru að fyrir alþingiskosningar verði tekin ákvörðun um framtíðarsamgöngur milli lands og Eyja og að framkvæmdir hefjist árið 2007.

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.