Heildarafli úr íslenska þorskstofninum árið 2006 var 196 þúsund tonn, samanborið við tæp 214 þúsund tonn árið áður. �?thlutað aflamark fyrir fiskveiðiárið 2006/7 var 193 þúsund tonn.
Ennfremur segir Hafró í skýrslu sinni að hún telji mikilvægt að aflamark á komandi árum miðist við 20% af viðmiðunarstofni í stað 25% eins og verið hefur.
Hafró leggur til að hámarksafli ýsu á næsta fiskveiðiári verið 95 þúsund tonn, en á síðasta ári var hann 98 þúsund tonn, eða svipaður og árið áður. Af ufsa leggur Hafró til að ekki verði veitt meira en 60 þúsund tonn, en á síðasta fiskveiðiári voru veidd tæp 76 þúsund tonn, sem var 44% aukning frá árinu áður.
Mbl.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst