
Michele Mancini og Einsi Kaldi ætla bjóða uppá mikla skemmtun fyrir konur fimmtudaginn 14. mars. Um er að ræða pastanámskeið og það sem í boðið verður er sýni kennsla í því hvernig á að útbúa Gnocchi, ravioli, tagliatelle o.fl. hefðbundna pastarétti. Síðan er aldrei að vita nema þeir félagar taki eina eða tvær ítalskar aríur?
Á öllum borðum verður komið fyrir brauð körfum með uppáhalds “snakki” Michele, s.s. grissini, pasta fritta og auðvitað saltlausu Toskana brauði, sem hægt verður að bragðbæta með góðri Extra-jómfúarolíu og helling af salti.
Eyjafréttir heyrðu í Sigurjóni Aðalsteinssyni skipuleggjanda og sagði hann að skráning væri í fullum gangi. Aðspurður af hverju námskeiðið væri bara fyrir konur sagði Sigurjón að ekki væri nein sérstök ástæða fyrir því og það væri ekki útilokað að halda námskeið fyrir karla líka, enda væri Michele ekki að koma til Eyja í síðasta skipti.
Námskeiðið hefst klukkan átta og kostar 4.900 kr. Hægt er að panta á námskeiðið á Facebook síðu Einsa kalda eða í síma 777-0521 (Sigurjón Aðalsteinsson)




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.