Hún er engin smásmíði nýja gufuþurrkan sem koma á fyrir í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagins. Henni var trukkað í gegnum bæinn um hádegisbil í dag. Að sögn Páls Scheving, verksmiðjustjóra FES er verið að vinna í eflingu á framleiðslugetu verksmiðjunnar. „Gufuþurrka frá Alfa Laval sem í dag var flutt í gegn um bæinn frá Eimskip að Fesinu á sérstökum vagni vegur um 110 tonn.” segir hann í samtali við Eyjafréttir.
Flutningurinn gekk vel líkt og sjá má á myndum og myndbandi hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst