Stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og Gunnar Karl Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem tímabundinn verkefnastjóri fyrir félagið. Gunnar hefur síðastliðinn rúman mánuð annast undirbúning komu nýrrar ferju til Vestmannaeyja næstkomandi haust en Herjólfur ohf. mun annast rekstur ferjunnar eins og kunnugt er.

Gunnar fór þess í gær á leit við stjórn Herjólfs ohf. að fá að hverfa frá starfinu sökum þess að honum hefur boðist annað verkefni til lengri tíma sem hann hefur hug á að taka. Stjórn Herjólfs ohf. ákvað að verða við þeirri ósk Gunnars og mun hann því láta af störfum sem verkefnastjóri í dag. Mun stjórn Herjólfs ohf. á næstu dögum meta stöðu undirbúningsferlisins og eftir atvikum leita að nýjum aðila til að taka við sem verkefnastjóri til að ljúka undirbúningsvinnunni.