„Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðarlag sem Vísir frumsýndi í dag. Lagið er gefið út af FM957 og sameina drengirnir í útvarpsþættinum FM95BLÖ krafta sína með stórsöngkonunni Jóhönnu Guðrúnu.

Hér að ofan má sjá myndbandið en það er framleiðslufyrirtækið Kukl sem sá um upptökuna og var öll eftirvinnsla í höndunum á Fannari Scheving Edwardssyni. Það eru þau Jóhanna Guðrún, Steinþór Hróar, Egill Einarsson og Auðunn Blöndal sem fara með aðalhlutverkin.