Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í fótbolta töpuðu á Akureyri í dag. Leikurinn fór 2:0 fyr­ir Þór/​KA í Pepsi-deild­inni. Sum­arið hef­ur verið erfitt hjá ÍBV og er nú liðið óvænt í fall­bar­áttu.

„Mér fannst liðin ekki vera að skapa mikið af fær­um í dag en það voru horn­spyrn­urn­ar þeirra sem gerðu gæfumun­inn. Við hefðum mátt verj­ast þeim bet­ur. Sum­arið er búið að vera erfitt hjá okk­ur og mikið um meiðsli en það er ekki af­sök­un. Við eig­um að gera bet­ur og verðum bara að núllstilla okk­ur eft­ir þjóðhátíð og safna stig­um til að reyna að enda þetta á góðum nót­um. Við erum með góða leik­menn og mann­skap í að vera mun ofar í töfl­unni. Við ætl­um að fara ofar,“ sagði Sigríður Lára fyrirliði liðsins við mbl.is í dag eftir leikinn.