ÍBV lagði í gær Hauka öðru sinni í átta liða úrslitum, 37:31, á Ásvöllum og tryggja sér sæti í undanúrslitum hvar liðið mætir deildarmeisturum FH. Væntanlega verður fyrsti leikurinn 21. eða 22. apríl í Kaplakrika.

Kvennalið ÍBV getur með sigr á ÍR í kvöld einnig tryggt sæti sitt í undanúrslitum en ÍBV vann fyrsta leik liðanna sannfærandi með 10 marka mun. Leikurinn hefst klukkan 19.40 í Skógarseli. Fari svo að ÍBV ná ekki að klára einvígið í kvöld leika liðin oddaleik á fimmtudag í Vestmannaeyjum. Gert er ráðfyrir að undanúrslit í kvennaflokki hefjist eftri komandi helgi.