ÍBV sigraði FH í kvöld í þriðja leik liðana í undanúrslitum í Úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik.

Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að leiða með einu marki allan leikhlutan sem lauk með því að ÍBV gekk til búningsklefa með eins marks forskot. ÍBV hóf síðari hálfleik af miklum krafti og komst í fimm marka forustu og virtust vera með leikinn í höndum sér. FH tókst þá hins vegar að jafna metin og leiddi með tveimur mörkum þegar þrjár mínútur lifðu leiks. ÍBV skoraði þrjú mörk á loka mínútunum gegn engu marki frá FH og því uppskar ÍBV sigur 28-29. Þar með minnkaði ÍBV muninn í einvíginu í 2-1 og liðin mætast í fjórða leik í Vestmannaeyjum á miðvikudag.

Elmar Erlingsson átti stórkostlega leik og skoraði 15 mörk í 22 skotum og var gjörsamlega allt í öllu í sóknarleik ÍBV. Þá skipti frammistaða markvarðarins Pavel Miskevich sköpum en hann varði vel á lokamínútunum en lauk leik með átta varin skot af þrettán eða 61,5% markvörslu sem er frábær niðurstaða. Petar Jokanovic átti einnig fínan leik og varði 13 af 36 skotum sem hann fékk á sig sem gerir 36.1% markvörslu.

Aðrir markaskorarar ÍBV í leiknum voru: Kári Kristján Kristjánsson 3, Daniel Esteves Vieira 3, Nökkvi Snær Óðinsson 3, Gabríel Martinez 2, Arnór Viðarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1.