Nú eru aðeins fjórir dagar í hátíðina og nóg um að vera næstu daga að klára græja hina ýmsu hluti fyrir helgina. Í síðustu viku fengu allir þeir sem sóttu um lóð að vita í hvaða götum þeir eiga að vera og í dag fær fólk númerið á sínu tjaldi.

 

Niðursetning á súlum verður á þriðjudaginn á eftir töldum tímasetningum.

Reimslóð, Þórsgata og Týsgata – kl. 17:00

Ástarbraut og Veltusund – kl. 18:00

Skvísusund og Lundaholur – kl. 19:00

Sigurbraut, Sjómannasund og Golfgata – kl. 20:00

Efri byggð og Klettar – kl. 21:00

Þeir sem tóku ekki frá lóð – kl. 21:30

Aðrar tímasetningar sem gott er að vita:

1. ágúst 2018

Lokað verður fyrir akandi umferð inn í dal frá innrukkunarhliðinu.

Búslóðaflutningar verða á eftirfarandi tímum:

2. ágúst 11:30 til 15:00 og 17:30 til 20:00

3. ágúst  9:00 – 11:30

Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð.