ÍBV vann 2:1 sig­ur á KA í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu á Hásteinsvelli í dag.

KA menn komust yfir fyrst, en um þrem­ur mín­út­um síðar jafnaði Gunn­ar Heiðar Þor­valds­son met­in. Í byrj­un seinni hálfleiks skoraði Shahab Za­hedi svo sig­ur­markið fyr­ir Eyja­menn með frá­bær­um tilþrif­um.
Eyja­menn eru nú með 16 stig í deild­inni en eru áfram í 9. sæt­inu