Seinkun hefur orðið á afhendingu nýs Herjólfs, en upphaflega átti ferjan að vera koma núna í Júlí, því næst átti hún að koma í september en nýr afhendinga tími er 17. október.

Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdarstjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar  sagði í samtali við Eyjafréttir að það hefði komið ósk frá skipasmíðastöðinni í lok síðustu viku um að fá að fresta afhendingu ferjunnar til 17. október næstkomandi. „Ástæður seinkunnar er að mati skipasmíðastöðvarinnar umbeðin aukaverk og athugasemdir sem Samgöngustofa gerir við áður samþykktar teikningar.  Þeir samþykktu teikningar en drógu þær svo tilbaka og halda því fram að varaflóttaleiðir uppfylltu ekki kröfur en virt flokkunarfélag DNV-GL er ósammála því.“ og bætir við að aukaverkin fyrir utan rafvæðing ferjunnar nema tæpum 2% af heildarsamningsupphæðinni. „Rafvæðing ferjunnar er ekki upptalin í þessari seinkun enda var samið um lengingu verktíma þegar það var ákveðið.“

SKL jól