Á dögunum færðu Hollvinasamtök Hraunbúða, heimilinu EKG tæki, svokallað hjartalínurit að verðmæti 700.000 krónum.  Fyrir átti heimilið mun eldra tæki sem var löngu kominn tími á að endurnýja.  Búið er að prófa tækið og nota það tvívegis á þessum stutta tíma og er mikil ánægja með það.  Á þriðjudag var svo formleg afhending tækisins og að því tilefni fór Kolbrún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur yfir tækið með heimilisfólki og að því loknu afhentu fulltrúar samtakanna tækið formlega til Hraunbúða.

Hollvinasamtökin vilja enn og aftur þakka allan þann hlýhug og þann stuðning sem þau hafa notið allt frá stofnun og minna í leiðinni á Facebook síðu samtakanna, þar sem fá má allar upplýsinga um það hvernig hægt er að gerast hollvinur Hraunbúða.  Einnig er þar að finna myndir frá starfinu og í hvað styrktarféð hefur nýst sem þeim hafa borist frá einstaklingum og fyrirtækjum.