Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum stöðu deildarstjóra í dagdvölinni Bjarginu lausa til umsóknar.

Ragnheiður Geirsdóttir hefur verið ráðin nýr deildarstjóri í dagdvölinni Bjarginu. Ragnheiður útskrifaðist sem sjúkraliði árið 2007 og hefur mikla reynslu sem sjúkraliði. Ragnheiður leysti af sem deildarstjóri í Bjarginu um tíma og hefur að undanförnu starfað sem dagdvalarfulltrúi í Bjarginu. Ragnheiður mun taka við deildarstjórastöðunni af Andreu Guðjóns Jónasdóttir.

Ragnheiður er 36 ára og kvænt Brynjari Ólafssyni. Saman eiga þau 4 börn.

Vestmannaeyjabær býður Ragnheiði velkomna til starfa og þakkar Andreu fyrir vel unnin störf.