Í gær bauð Alfreð Alfreðsson, hjá Óðni Travel, fólkinu í Dagdvölinni Bjarginu í rútuferð um eyjuna þar sem meðal annars voru skoðaðar breytingarnar á nýja hrauninu og kíkt í Dalinn sem er kominn í þjóðhátíðarbúning. Logn var á Stórhöfða, lundi í bjarginu og skemmtiferðaskip víða.

„Stjáni á Emmunni stóð sig meistara vel sem leiðsögumaður. Takk Stjáni fyrir að blikka Alfreð og takk Alfreð fyrir þitt rausnarlega boð og skemmtilega ferð” segir í færslu á Facebook-síðu Bjargsins.

Ljósmynd: Dagdvöl Vestmannaeyjabæjar.