Reykjavíkurmaraþonið fór fram um helgina og var fjöldinn allur af Eyjamönnum sem tók þátt. Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson var annar í karlaflokki í hálfmaraþoninu og var aðeins nokkrum sekúndum á eftir Bandaríkjamanninum sem vann. Hlynur bætti sinn besta tíma um næstum fjórar mínútur og er þetta jafnframt annar besti tími sem Íslendingur hefur náð í hálfmaraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni.