Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Hlynur ásamt föður sínum Andrési Þ. Sigurðssyni.
Hlynur Andrésson bætti í gær eigið Íslandsmet í 10.000 m brautarhlaupi í Birmingham á Englandi. Hann hljóp á tímanum 28:36,80 mín. Hlynur bætti eigið Íslandsmet sitt frá 19. september í fyrra um 19 sek. Fyrra Íslandsmet Hlyns í greininni var 28:55,47 mín. Hann er eini Íslendingurinn sem hlaupið hefur 10.000 brautarhlaup undir 29 mínútum.

Mest lesið