Vestmannaeyjahlaupið fór fram í þrettánda sinn í gær við krefjandi aðstæður. Hlaupið hefur fraið fram árlega frá 2011, “þrátt fyrir böl og alheimsstríð COVID og misjafnt veður” eins og fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum. Því miður var ekki siglt frá Landeyjahöfn og komust því ekki keppendur frá fasta landinu. “Við í undirbúningsnefnd ákváðum í upphafi að halda viðburðinn á fyrirfram ákveðnum tíma sama hvernig viðrar. Fimmtíu hlauparar tóku þátt í dag og komu í mark á góðum tímum.” Sandra Dís og Hannes komu fyrst í mark í 10 km. Íris og Haukur Leó sigruðu í 5 km. Meðfylgjandi myndir eru frá Tóa Vídó.

10 km. kvk
1 Sandra Dís Pálsdóttir 0:52:13
2 Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 0:53:09
3 Erla Rós Sigmarsdóttir 0:58:02
10 km. kk
1 Hannes Jóhannsson 0:38:26
2 Kristinn Árnason 0:40:55
3 Sæþór Hallgrímsson 0:42:22
5 km. kvk
1 Íris Sverrisdóttir 0:25:38
2 Henný Davíðsdóttir 0:29:03
3 Elín Sandra Þórisdóttir 0:29:55
5 km. kk
1 Haukur Leó Magnússon 0:22:53
2 Aron Ingi Sindrason 0:26:11
3 Sebastian Styrmisson 0:26:19
Öll úrslit má finna hér: