Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vestmannaeyjahlaupið sem fer fram laugardaginn 2. september. Boðið verður upp á bæði 5 km og 10 km hlaupaleiðir og ræst við Íþróttamiðstöðina. Allur ágóði af hlaupinu rennur til góðgerðarmála.

Keppni milli hlaupahópa

Í ár verður í fyrsta sinn keppni milli hlaupahópa. Þegar keppandi bókar sig í hlaupið skráir hann nafn hlaupahóps sem hann vill keppa fyrir. Fjórir bestu tímar hlaupara í hverjum hlaupahópi telja í kvenna, karla og í blönduðum flokki. Lágmarksfjöldi hvers hlaupahóps eru því fjórir af sama kyni eða tvær konur og tveir karlar í blandaðri sveit.

Lundapysjutíminn sem er rétt að byrja verður líklega í hámarki á tíma hlaupsins og því góð hugmynd að skella sér í fjölskylduferð til Vestmannaeyja.

Skáning fer fram á https://netskraning.is/vestmannaeyjahlaupid/