Það stefnir í góða þátttöku í Vestmannaeyjahlaupinu sem ræst verður kl. 13.00 á morgun. Rétt í þessu höfðu 82 skráð sig en opið er fyrir skráningu á netskraning.is til klukkan 21.00. Veður í Eyjum var frábært í dag og spá fyrir morgundaginn er mjög góð. Vestmannaeyjahlaupið er nú haldið í tólfta sinn og hefur þrisvar verið valið besta götuhlaup ársins á hlaup.is. Í boði eru tvær vegalengdir, fimm og tíu kílómetrar.

Ekki skemmir að myndarleg  peningaverðlaun eru í boði. Þeir sem eru í  fyrsta, öðru og þriðja sæti í öllum flokkum fá verðlaun. Það eru stóru fyrirtækin í Eyjum sem gera þetta kleift og hæstu verðlaunin eru hundrað þúsund krónur fyrir tíu kílómetrana.

Tilvalið að taka Herjólf úr Landeyjahöfn kl. 10.45.