Hlynur endurheimtir Íslandsmet

Hlynur Andrésson hljóp kílómetrana 10 í Vestmannaeyjahlaupinu 2020 á nýju brautarmeti 31 mín. og 41 sek. sem þýðir meðalhraða upp á ca. 20 km/klst.
Það er nóg um að vera hjá fljótustu hlaupurum landsins. Hlynur Andrésson bætti í gær Íslandsmetið í 5000 m hlaupi en aðeins er vika síðan Baldvin Þór Magnússon bætti þá vikugamalt met Hlyns.

Hlynur keppti í dag á Flanders Cup í Belgíu. Hann hljóp á 13:41,06 mínútum og bætti með Baldvins um 3,94 sekúndur.  Hlynur varð sjötti í hlaupinu.

Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi hefur því fallið í tvígang á tveimur vikum. Hlynur hafði átt metið í tvö ár þar til Baldvin sló það í mars áður en Hlynur náði því aftur í byrjun júlí.

Mest lesið