Fimleikafélagið Rán ætlar að hafa opnar vikur frá 27. ágúst – 5. september. Þá ætlum við að bjóða öllum sem vilja prufa að æfa fimleika. Allir sem hafa og eru að æfa fimleika eru líka velkomnir. Þjálfarar verða Sigurbjörg Jóna og Friðrik auk aðstoðarþjálfara. Aldursviðmið eru börn sem eru byrjuð í grunnskóla og eldri. Við stefnum svo á að hefja fimleikaárið okkar eftir þessar opnu vikur.

Æfingar verða:
Mánudaginn 27. ágúst kl. 15 – 16:30
Þriðjudaginn 28. ágúst kl. 15 – 16:30
Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 15 – 16:30
Mánudaginn 3. september kl. 15 – 16:30
Þriðjudaginn 4. september kl. 15 – 16:30
Miðvikudaginn 5. september kl. 15 – 16:30
Æfingarnar eru í sal 3 í íþróttahúsinu.