Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur, í fyrsta skiptið, milli Vestmannaeyjabæjar og Fimleikafélagsins Ránar.

Samningurinn var undirritaður af þeim Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra og Önnu Huldu Ingadóttur framkvæmdarstjóra Ránar. Ánægjulegt hefur verið að sjá þann vöxt sem hefur verið innan fimleikafélagsins undanfarinn ár og er félagið orðið eitt af þeim stærstu íþróttafélögunum í Vestmannaeyjum. Fyrir er Vestmannaeyjabær með samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag og Golfklúbb Vestmannaeyja.