Fimleikafélagið Rán átti að fara með fjóra hópa á fimleikamót núna um helgina en vegna veðurs þá komumst hóparnir ekki. Þau hafa því brugðið á það ráð að halda sitt eigið mót þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Húsið opnar kl. 13:30 og innmars hefst kl. 14:00.

“Við viljum hvetja alla bæjarbúa að koma og horfa á mótið en það er mikilvægt að stelpurnar fái reynslu í að keppa og sýna fyrir framan hóp af fólki. Það kostar aðeins 500 kr. inn fyrir 12 ára og eldri. Við ætlum að gera okkur glaðan dag og erum við þakklát fyrirtækjum í bænum sem ætla að taka þátt í þessu með okkur með stuttum fyrirvara og styrkja okkur í formi afsláttar eða láni á búnaði.
Vigtin og Ísey ætla að græja veislubakka fyrir stelpurnar, Fablab ætlar að græja verðlaunagripi og Tölvun lánar okkur búnað. Ásamt því fáum við sal í Týsheimilinu að láni hjá ÍBV og sali 2 og 3 hjá Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.”