Nú er unnið að gerð Umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland, sem er stjórntæki um nýtingu og verndunauðlinda svæðisins. Tilgangur hennar er að tryggja heilbrigð vistkerfi og að ekki verði farið fram úr þolmörkum Suðurlands. Haldnir voru sjö samráðsfundir og þar á meðal einn í Vestmannaeyjum í síðustu viku.

Umhverfis- og auðlindastefnan nýtist í aðalskipulögum sveitarfélaganna og einnig mögulega fyrir svæðisskipulag svæðisins eða hluta þess í framtíðinni. Stefnan lýsir hvernig menn ætla að hátta vernd og nýtingu út frá tilteknum umhverfisþáttum s.s. m.t.t. umgengni, framkvæmda, málsmeðferð, forgangsröðun og fræðslu.

Nú þegar fundirnir hafa verið haldnir er næsta verkefni að stjórn Sass fari yfir allt sem þar kom fram og í kjölfarið má vænta þess að Umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland líti dagsins ljós.