Hverjir þurfa að sækja endurmenntun?
Hverjir þurfa að sækja endurmenntun? Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti.

Þeir bílstjórar sem fengið hafa réttindi sín fyrir 10. september 2013 þurftu að klára endurmenntun fyrir 10. september 2018. Ekki hefur náðst að endurmennta alla sem þurfa að sækja þessi námskeið og því hefur Viska ákveðið í samstarfi við Símenntun á Vesturlandi að bjóða upp á þessi námskeið nú í haust. Hinir og reyndar allir sem endurnýja ökuskírteinið sitt með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa klárað endurmenntun.

Þeir bílstjórar sem aka aðeins í eigin þágu og eru ekki í flutningum gegn gjaldi, þurfa ekki að sækja endurmenntun frekar en þeir vilja. Þeir fá því ekki tákntöluna 95 og endurnýja ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D án endurmenntunar sem gefur réttindi til að aka án gjaldtöku. Þeir bílstjórar geta alltaf endurvakið atvinnuréttindin með því að sækja endurmenntun og endurnýja ökuskírteinið með tákntölunni 95.

Námskeiðin fara fram í húsnæði Visku, Ægisgötu 2 nú í október:
Hægt er að skrá sig með því að hringja í síma 488 01100 eða með því að senda tölvupóst á [email protected] og [email protected] Hver námskeiðshluti kostar 20.900 kr.

Námskeiðin verða haldin eftirfarandi daga í október kl. 8:30-16:00 alla dagana, nema skyndihjálpin sem er tvö síðdegi.

Fimmtudagur 11.10 – Umferðaröryggi-bíltækni
Föstudagur 12.10 – Farþegaflutningar
Miðvikudagur 17.10 – Skyndihjálp fyrri hluti Kl. 16:00-20:00
Fimmtudagur 18.10 – Skyndihjálp seinni hluti Kl. 17:00-21:00
Föstudagur 19.10 – Vistakstur
Fimmtudagur 25.10 – Lög og reglur
Föstudagur 26.10 – Vöruflutningar

A – Kjarni, allir verða að taka kjarna
– Vistakstur
– Lög og reglur
– Umferðaröryggi-bíltækni

B-Valkjarni annað hvort eða bæði
– Vöruflutningar
– Farþegaflutningar

C- Val sérhæft námskeið ef þörf er á
– Skyndihjálp