CCR bandið leikur tónlist Creedence Clearwater Revival á tónleikum á Háaloftinu í kvöld.

Strákarnir í CCR Bandinu hafa það að aðalsmerki að heiðra hina mögnuðu sveit Creedence Clearwater Revival. Á efnisskránni eru allra strærstu lög þeirra John Fogerty og félaga, lög eins og Have you ever seen the rain, Bad moon rising, Fortunate son, Proud mary og fl.

CCR Bandið er skipað þeim: Biggi Haralds söngur og gítar, Sigurgeir Sigmunds gítar, Biggi Nielsen trommur og Ingi B. Óskars bassi.

Bandið hélt tónleika á Akureyri og Siglufirði um síðustu helgi en myndbandið hér að ofan er einmitt tekið þar.

Húsið opnar kl. 21:00 og hefjast tónleikarnir kl. 22:00.

fös26okt21:00Háaloftið: CCR - Creedens Clearwater Revival – tribute tónleikar21:00