Þessa dagana er verið að keyra upp varmdælurnar sem við höfum séð rísa við Hlíðarveg 4.  Af því tilefni ætlar Ívar Atlasona að halda fróðlegt erindi í Visku, í kvöld kl. 19.30 til 21.00, um dælurnar og hugmyndafræðina að virkja golfstrauminn ef við getum sagt svo..

Erindið er þátttakendum að kostnaðarlausu en þátttakendur eru beðnir að skrá sig í síma 488 0100 og 488 0115 svo hægt sé að sjá hve margir ætla sér að hlíða á erindið.  Viska er til húsa að Ægisgötu 2 uppi á annarri hæð gengið inn í húsasundinu milli Miðstöðvar og Fiskiðjunnar.