Íslands­met­haf­inn í 3.000 m hlaupi inn­an­húss og eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son, kepp­ti í há­deg­inu í dag í annað sinn á ferl­in­um á Evr­ópu­meist­ara­móti inn­an­húss í Emira­tes Ar­ena í Glasgow í Skotlandi.

Alls voru 38 hlaup­ar­ar frá 21 landi skráðir til keppni í und­an­rás­um hlaups­ins. Hlyn­ur hljóp í fyrri riðlin­um af tveim­ur og hafnaði í 13. sæti af þeim 16 sem luku keppni. Hann kom í mark á 8:06,97 mín­út­um sem er næst besti tími Íslend­ings en Hlyn­ur setti Íslands­met í grein­inni í Ber­gen í Nor­egi á dög­un­um þegar hann hljóp vega­lengd­ina á 7:59,11 mín­út­um. Sá tími hefði dugað hon­um í 11. sæti í riðlin­um,

Hlyn­ur er þar með úr leik en fjór­ir efstu úr hvor­um riðli kom­ast í úr­slit­in sem verða á morg­un auk þeirra fjög­urra sem ná besta tíma.