Farið yfir mengunarvarnaráætlun Vestmannaeyjahafnar á fundi Framkvæmda og hafnaráðs í vikunni, en þar var farið yfir verklag og fyrirliggjandi endurnýjun meðal annrs með tilliti til breyttra aðstæðna og hvaða úrræði eru til staðar þegar mengunarslys verður.
„Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað hjá notendum hennar.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að skoða kostnað við að koma upp eftirlitmyndavélakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina.
Einnig felur ráðið starfsmönnum að uppfæra mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar með tilliti til breyttra aðstæðna og tíðrar mengunar undanfarið og sjá til þess að fullnægjandi búnaður sé fyrir hendi,“ segir í bókun.